stofan conversation group

Stofan | Nýir skapendur á hugarflugi

Við hittum hóp nýrra skapenda Stofunnar | A Public Living Room til að kanna og ræða hvernig við upplifum vellíðan og hvaða óskrifuðu reglur gilda í almenningsrýmum.  

Hvaða reglu myndir þú setja fyrir sameiginlegt rými eins og bókasafnið? Gætir þú miðlar þeirri reglu án þess að styðjast við tungumál?

Hugarflugið hófst á samtalið um þægindi og óþægindi í opnum rýmum sem almenningur hefur aðgang að. Hvaða atriði ráða því að okkur líður vel í rými? Patrycja Bączek, sem mun opna fyrstu Stofu vetrarins í október, kannaði með hópnum rýmið með hreyfingum og leiðum til að tengjast umhverfinu og fólki með tjáningu óháð tungumáli.  Í seinni hluta hugarflugsfundarins var kafað í og velt upp hugmyndum um hvers konar reglur hver og einn myndi setja fyrir opið almenningsrými til að auka á þægindi og ánægjulega upplifun. Samtal hópsins var baðað hlýleika sem streymdi inn um gluggana á 5. hæð í Grófinni.

stofan group discussion

 

Við hlökkum til að sjá hvernig hver skapandi mun þýða þessar hugmyndir yfir í eigin útgáfu af Stofunni í vetur!

Frekari upplýsingar
Martyna Karolina Daniel, sérfræðingur fjölmenningarmála
martyna.karolina.daniel@reykjavik.is

Flokkur
UppfærtFöstudagur, 16. september, 2022 13:23