Stofan | José Luis Anderson um þróunarferlið

José er tónlistarmaður og annari skapandi  Stofunnar | A Public Living Room í vetur. Við spurðum José nokkurra spurninga um sköpunarferlið og hvernig hann myndi vilja breyta bókasafninu sem almenningsrými, ef það væri í hans höndum. Opnun á Stofunni hans er 25. október 2022 á 2. hæðinni í Grófinni, en þar býður hann notendum að slaka á. 

Hvaða stað valdir þú fyrir þína Stofu?
Ég valdi miðjurýmið á annarri hæðinni.

Hvað langar þig til að gera þar?
Ég mun skapa rými til að hvílast í, þar sem fólk getum komið og lagst og lokað augunum í smástund. Ég verð með tóna sem hafa slakandi áhrif, hljóð sem mér finnst hjálpa til að ná hugarró og draga úr hávaða eða látum innra með mér.

Hvaða tilfinningu langar þig að miðla til annarra?
Mig langar að skapa öruggt rými innan opinbers vettvangs stofnunar, stað þar sem hægt er að fara í pásu og hlaða batteríin. Að upplifa ró, öryggi, afslöppun og hlýju.

Ef þú myndir breyta einhverju á bókasafninu og setja því nýja reglu, hver væri hún?
Eitt sem ég myndi breyta varðandi bókasafnið og mörgum finnst einkennandi fyrir bókasöfn er þetta stranga og stífa umhverfi. Mér finnst oft erfitt og ógnandi að vera á bókasafni og hugmyndin um bókasöfn gerir þau jafnvel ósnertanleg og óaðgengileg. Þau minna á heilagan stað, sem aðeins þau gáfuðu eru á, þar sem ekki er æskilegt að heyra andadrátt eða önnur hljóð frá öðru fólki. Í þeim aðstæðum líður mér eins og mér sé stjórnað, ég megi ekki gefa frá mér hljóð eða geti varla hreyft mig, aðstæður sem mér finnst vera afar heftandi. Mér myndi líða mun betur á bókasafni ef ég gæti komið og verið bara eins og ég er, auðvitað tekið tillit til annarra, en samt fengið meira bara að vera.

Hvaða merkingu setur þú í vellíðan og hvernig munt þú miðla þínum skilningi á því óháð tungumáli þegar þú opnar þína Stofu?
Vellíðan er í mínum huga að líða vel, geta slakað á. Það þýðir að geta teygt úr mér, andað eðlilega, geta lagst niður og hvílt mig á meðan ég hlusta á tónlist, vafið mig inn í litríkt teppi og geta lagt mig um stund. En vellíðan merkir einnig að vera hluti af samfélagi á jafnréttisgrundvelli, að það sé eftir þér tekið og að þú fái viðurkenningu, upplifir öryggi í rými; ert með þinn eigin örugga stað og búir yfir réttindum til jafns við aðra í samfélagi.

Hefur þú einhvern tíma sofnað út frá hljóði í flugvél í háloftunum? Eða við hljóð í vörubíl? Hefur hljóðið í rigningu eða vatni sem dropar svæft þig? Hvernig væri að sofna við hljóð í dynjandi vatni í hálendi Íslands? Eða er það kannski frekar skvaldur frá fjölskyldunni sem þér finnst gott að sofna út frá?

Ég hafði hugsað mér að þýða sumar af þessum hugleiðingum í tengslum við vellíðan á opnuninni og birta þannig mína eigin þróunarvinnu en einnig bjóða öðrum að prófa sig áfram og búa til sinn eigin hljóðheim. Hljóðin sem ég mun vera með eru mestmegnis eigin sköpun, samansafn af verkum sem byggja á eigin reynslu, sköpun sem nær utan um tilfinningar, áferðir, staði og minningar. Persónulegri upplifun af nánd og berskjöldun.

 

Frekari upplýsingar um Stofuna
Martyna Karolina Daniel, Sérfræðingur fjölmenningar
martyna.karolina.daniel@reykjavik.is

 

Flokkur
UppfærtÞriðjudagur, 25. október, 2022 08:33