Stofan | Endurhlaðið á bókasafninu

Þú gætir rekið augun í eitthvað óvanalegt á göngu þinni um Grófarhús, en tímabundin breyting hefur orðið á rýminu við barnadeildina á 2. hæðinni. José Luis Anderson, tónsmiður og hljóðfæraleikari sem búsettur er í Reykjavík, endurhannaði afmarkað miðjurými til að mæta eigin þörfum um vellíðan á bókasafninu. Hann bíður þér að upplifa sína Stofu | A Public Living Room sem er opin til októberloka á opnunartímum safnsins.

Kíktu við með heyrnatólin þín og hlustaðu á hljóðheiminn sem hann skapaði fyrir þig. Þetta er öruggt rými innan stofnunar bókasafnsins, staður til að taka pásu og endurhlaða og jafnvel tengjast þér aftur sem barni með hljóðunum sem veittu þér ró á yngri árum.
Kynnst þróunarferlinu nánar í viðtali við José.

Frekari upplýsingar 
Martyna Karolina Daniel | Sérfræðingur fjölmenningar
martyna.karolina.daniel@reykjavik.is

Flokkur
UppfærtFimmtudagur, 27. október, 2022 08:17