Starf í boði | Deildarstjóri rekstrardeildar Borgarbókasafnsins

Borgarbókasafnið leitar að deildarstjóra til að stýra rekstrardeild og skrifstofu safnsins. Skrifstofa deildarstjóra rekstrardeildar er staðsett á fjórðu hæð Grófarhúss, Tryggvagötu 15.


Starfslýsing

Deildarstjóri rekstrardeildar ber ábyrgð á stjórnun, rekstri og þjónustu skrifstofu Borgarbókasafns Reykjavíkur. Sér um og ber ábyrgð á fjárreiðum safnsins í umboði og samráði við borgarbókavörð og fjármálastjóra menningar- og íþróttasviðs; gerð fjárhagsáætlana, árshlutauppgjöra, yfirlita og greiningu á fjárhagslegum upplýsingum og hefur umsjón með innheimtu og bókhaldi, aðföngum, skjalamálum og skýrslugerð auk þess að hafa yfirumsjón með gerð útboða. Deildarstjóri rekstrardeildar hefur einnig umsjón með mannauðsmálum safnsins í samráði við mannauðsstjóra menningar- og íþróttasviðs; launamálum og gerð ráðningarsamninga.


Umsókn

Umsókn þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið. 

Umsækjendur eru beðnir um að sækja um starfið fyrir 7. apríl 2024 á heimasíðu Reykjavíkurborgar.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Barbara Guðnadóttir staðgengill borgarbókavarðar, barbara.gudnadottir@reykjavik.is.