Tilnefningar til Astrid Lindgren verðlaunanna

Tilnefningar til Astrid Lindgren verðlaunanna (Astrid Lindgren Memorial Award) voru opinberaðar 21. október. Verðlaunin hafa verið veitt árlega frá árinu 2002, rithöfundi eða stofnun sem þykir skara fram úr með framlagi sínu til barna- og unglingabókmennta.

Verðlaunin eru stærst sinnar tegundar í heiminum, verðlaunaféð er fimm milljónir sænskra króna, sem jafngildir um 75 milljónum íslenskra króna.

Verðlaunin eru alþjóðleg og tilnefndir eru einstaklingar og stofnanir hvaðanæva að úr heiminum. Í hópi tilnefndra í ár eru fyrir Íslands hönd, þeir Brian Pilkington og Gunnar Helgason og óskum við þeim innilega til hamingju með heiðurinn.

Flokkur
UppfærtFimmtudagur, 21. október, 2021 15:11