MAÍSTJARNAN | Tilnefningar til ljóðabókaverðlauna

 

Maístjarnan eru einu verðlaun á Íslandi sem veitt eru eingöngu fyrir útgefna íslenska ljóðabók. Verðlaununum er ætlað að vekja sérstaka athygli á blómlegri ljóðabókaútgáfu á Íslandi. Að Maístjörnunni standa Rithöfundasamband Íslands og Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn.

Þann 22. apríl 2022 voru tilnefningar til Maístjörnunnar tilkynntar við fallega athöfn í Gunnarshúsi fyrir ljóðabækur útgefnar 2021.  

Tilnefndar bækur eru:

Kona lítur við
Höfundur: Brynja Hjálmsdóttir
Útgefandi: Una útgáfuhús

Menn sem elska menn 
Höfundur: Haukur Ingvarsson
Útgefandi: Mál og menning

Klettur – Ljóð úr sprungum 
Höfundur: Ólafur Sveinn Jóhannesson
Útgefandi: Bjartur

Laus blöð 
Höfundur: Ragnar Helgi Ólafsson
Útgefandi: Bjartur

Verði ljós, elskan 
Höfundur: Soffía Bjarnadóttir
Útgefandi: Angústúra

Tanntaka 
Höfundur: Þórdís Helgadóttir
Útgefandi: Mál og menning
 


Við óskum skáldunum hjartanlega til hamingju.

Tilnefndar bækur eru allar til sýnis í anddyri Þjóðarbókhlöðunnar og bækurnar eru jafnframt allar fáanlegar á Borgarbókasafninu.
Dómnefnd skipa Soffía Auður Birgisdóttir fyrir hönd Rithöfundasambandsins og Birgir Freyr Lúðvígsson fyrir hönd Landsbókasafnsins.

Verðlaunin verða veitt í sjötta sinn við athöfn í Þjóðarbókhlöðunni þann 18. maí. 

 

Flokkur
UppfærtÞriðjudagur, 3. maí, 2022 09:27
Materials