Kvikmyndin The Day Iceland Stood Still sýnd í fullri í Félagsbíói
Kvikmyndin The Day Iceland Stood Still sýnd í fullri í Félagsbíói

Kvikmyndasýning | The Day Iceland Stood Still

LÆSI Á STÖÐU OG BARÁTTU KVENNA | Samstarfsverkefni almenningsbókasafna um land allt í tilefni Kvennaárs 2025
Bókasafnasjóður veitti styrk til verkefnisins.

Læsi á stöðu og baráttu kvenna | Í tilefni af Kvennaári 2025__________________________________________________________

Árið 2025 eru liðin 50 ár frá því að íslenskar konur lögðu niður störf sín, bæði launuð og ólaunuð, og stöðvuðu með því nánast allt þjóðfélagið í einn sólarhring. Þessi sögulegi dagur, 24. október 1975, markaði tímamót í jafnréttisbaráttu kvenna á Íslandi og hefur síðan orðið tákn um samstöðu og kraft íslenskra kvenna.

Í tilefni þessu stórafmæli var kvikmyndin The Day Iceland Stood Still sýnd í fullri lengd í Félagsbíói í Aðalsafni Bókasafns Reykjanesbæjar sunnudaginn 21. september síðastliðinn.

Dagskráin hófst kl. 15 þegar ljóðskáldið Gunnhildur Þórðardóttir flutti ljóð fyrir gesti og gangandi í safninu. Ljóðaflutningur Gunnhildar setti tóninn fyrir daginn og minnti á mikilvægi listar og orðsins í baráttu kvenna fyrir jafnrétti og réttlæti.

Kvikmyndin The Day Iceland Stood Still sýnd í fullri í Félagsbíói

Að loknum ljóðalestri hófst sýning kvikmyndarinnar, sem fjallar um kvennaverkfallið og áhrif þess á íslenskt samfélag. Að sýningu lokinni tók Hrafnhildur Gunnarsdóttir, handritshöfundur og aðalframleiðandi myndarinnar, til máls og sagði frá gerð myndarinnar, undirbúningi hennar og þeim áhrifum sem kvennaverkfallið hefur haft á kynslóðir kvenna síðan.
Gestir fengu einnig tækifæri til að spyrja Hrafnhildi spurninga og ræða við hana um efni myndarinnar og jafnréttismál almennt.

Viðburðurinn var hluti af samstarfsverkefninu „Læsi á stöðu og baráttu kvenna“, sem er samstarf almenningsbókasafna á Íslandi í tilefni Kvennaársins 2025. Markmið verkefnisins er að efla vitund um stöðu kvenna, sýna fram á mikilvægi menntunar og læsis í jafnréttisbaráttu og skapa vettvang fyrir samtal um sögu og framtíð kvenréttinda.