Holskefla | Fordæmalaust íslenskt pönk

1. APRÍL! Þarna náðum við ykkur!

Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni er greinilega margt til lista lagt.

Við tiltekt í Tón- og mynddeild í Grófinni kom þessi fordæmalausa vínylplata í leitirnar! Hvern hefði grunað að sjálfur Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hafi verið í pönkhljómsveit snemma á níunda áratugnum? Söfnin eru því miður enn lokuð, en við gátum ekki stillt okkur og færðum plötuna yfir á stafrænt form, enda verulegt fágæti hér á ferð.

Hlýðum á Víði - og Holskeflu!

Flokkur
UppfærtMiðvikudagur, 10. júní, 2020 12:57