Gersemar og grúv | John Lennon tímahylki í Grófinni

Í dag, þann níunda október 2020, hefði John Lennon orðið áttræður ef hann hefði lifað. 

Við hér á Borgarbókasafninu höfðum skipulagt viðburð í tengslum við afmælið, en vegna nýjustu bylgju kórónuveirunnar er því miður lokað. Við viljum samt halda aðeins upp á daginn þótt við getum ekki boðið ykkur að koma til okkar. 

Við eigum nefnilega fágætan, dularfullan safngrip sem Yoko Ono gaf okkur og við viljum endilega sýna ykkur. Í leiðinni skoðum við hvað við eigum í hillunum okkar tengt afmælisbarninu. Svo tökum við líka lagið í tilefni dagsins! Gjörið svo vel!

Flokkur
UppfærtFimmtudagur, 26. nóvember, 2020 16:52
Materials