Hetjusögur, Konur sem kjósa og Iðunn & afi pönk
Hetjusögur, Konur sem kjósa og Iðunn & afi pönk

Fjöruverðlaunin afhent

Fjöruverðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í Höfða, á Alþjóðlegum baráttudegi kvenna, þann 8. mars. 

Kristín Svava hlaut verðlaunin í flokki fagurbókmennta fyrir ljóðabókina Hetjusögur.
Úr umsögn dómnefndar:

„Kristín Svava minnir okkur á hvaðan við komum og við hvað fólk mátti stríða í þessu landi, ekki síst konur. Hún sækir í orðfæri fyrrnefndrar bókar og finnur því nýstárlegan búning. Þessi meðferð á efninu er afar vel heppnuð og skilar sér í margslungnum og mögnuðum texta.“

Gerður Kristný hlaut verðlaunin í flokki barna- og unglingabókmennta fyrir bók sína Iðunn & afi pönk
Úr umsögn dómnefndar:

„Trú afa á frelsi og umburðalyndi fólks gagnvart sjálfu sér og öðrum, eflir Iðunni og á erindi við lesendur. Gerður Kristný skrifar af leikandi húmor, með skáldlegri hrynjandi og smitandi ást á tungumálinu.“

og verðlaunabókin í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis var Konur sem kjósa: Aldarsaga eftir Erlu Huldu Halldórsdóttur, Kristínu Svövu Tómasdóttur, Ragnheiði Kristjánsdóttur og Þorgerði H. Þorvaldsdóttur.
Úr umsögn dómnefndar:

„[L]esandinn [fær] djúpa og marglaga innsýn í veröld íslenskra kvenna. Höfundar skyggnast bak við mýtuna um að íslenskar konur séu fegurstar og sjálfstæðastar allra kvenna og taka til umfjöllunar hvernig lagalegt og félagslegt jafnrétti kynjanna þróaðist á Íslandi. [...]  Í þessari mikilvægu bók um sögu íslenskra kvenna stígur fram margradda kór sem er vissulega ekki sammála um allt, en er þó samstíga í baráttunni fyrir iðkun borgararéttinda.“

 

Flokkur
UppfærtMánudagur, 8. mars, 2021 15:44
Materials