Jóga á bókasafninu
Hreyfing, slökun og hugarró
Hvernig væri að taka sér frí, þó ekki nema væri smástund, frá öllu stressinu sem fylgir stöðugu áreiti nútímalífsstíls og gefa sér tíma til að hlúa aðeins að líkama, huga og sál?
Indverska sendiráðið á Íslandi býður gestum Borgarbókasafnsins upp á tíma í jóga í tilefni af Alþjóðlegum degi jóga sem er haldinn hátíðlegur ár hvert um allan heim þann 21. júní.
Núvitund, öndun, einbeiting, slökun, teygjur, stöðugleiki og styrkur. Í tímanum verður sótt í brunn jóga, en fyrir sem þau ekki þekkja til þá er jóga ævafornt heimspekikerfi sem á rætur að rekja til Indlands og hefur átt miklum vinsældum að fagna um víða veröld.
Tímarnir verða í boði á eftirfarandi stöðum:
Í Gerðubergi miðvikudaginn 15. júní kl. 10:00-11:00.
Í Úlfarsárdal fimmtudaginn 23. júní kl. 10:00-11:00.
Í Spönginni miðvikudaginn 6. júlí kl. 10:00-11:00.
Kennari á vegum sendiráðsins leiðir tímana og verða sérstakar jógadýnur á staðnum.
Öll innilega velkomin.