Stafagustur

Bókmenntavefurinn

Bókmenntavefur Borgarbókasafns, bokmenntir.is, var opnaður árið 2000 þegar Reykjavík var ein af Menningarborgum Evrópu. Hann var settur á laggirnar sem hluti af samstarfsverkefni sex Menningarborga ársins og hlaut verkefnið styrk frá Evrópusambandinu. Borgarbókasafn ákvað síðan að halda uppbyggingu síns hluta vefjarins áfram og geymir hann nú upplýsingar um yfir eitt hundrað íslenska samtímahöfunda. Fyrsti ritstjóri vefjarins var Kristín Viðarsdóttir.

Á vefnum má finna upplýsingar um íslenska samtímahöfunda sem skrifa skáldskap af öllum toga, skáldsagna- og smásagnahöfunda, ljóðskáld, barnabókahöfunda og leikskáld. Þar má lesa æviágrip höfunda, yfirlitsgreinar bókmenntafræðinga um höfundarverkið – sem eru sérstaklega skrifaðar fyrir vefinn, persónulega pistla frá höfundunum sjálfum, ítarlegar ritaskrár og brot úr verkum, ásamt listum yfir greinar og umfjallanir um verkin. Vefurinn er á íslensku og ensku.

Bókmenntavefnum er ætlað að kynna og auka áhuga á íslenskum samtímahöfundum innan lands og utan og gera upplýsingar um þá aðgengilegar á einum stað.

Ritstjóri vefjarins er Úlfhildur Dagsdóttir.

Flokkur
UppfærtÞriðjudagur, 20. september, 2022 12:12