Sumarlestur Borgarbókasafnsins 2022, Rán Flygenring
Sumarlestur Borgarbókasafnsins 2022, mynd: Rán Flygenring

Sumarlestur Borgarbókasafnsins

Ár hvert hvetur Borgarbókasafnið börn út um alla borg til að lesa! Menningarhúsin okkar lifna við og bjóða upp á leik þar sem börn geta unnið verðlaun fyrir lesturinn.

 

Sumarlestur Borgarbókasafnsins - fyrir lesENDUR

ENDUR fyrir löng byrjuðum við með sumarlestursátak Borgarbókasafnsins. Við ætlum að halda því áfram í sumar og viljum við bjóða alla lesENDUR til leiks í öllum söfnunum okkar.
 

Hvernig er hægt að taka þátt í Sumarlestrinum?

Heimsækið söfnin, finnið lestarandann koma yfir ykkur og fáið bækur að láni. Fyllið út sumarlestursmiða og þið eruð orðin þátttakENDUR í sumarlestrinum. Sumarlesturinn hefst 1. júní.

 

Uppskeruhátíð!

Sumarlestrinum lýkur með uppskeruhátíð 28. ágúst þar sem nokkrir heppnir lesENDUR verða dregnir úr sumarpottinum og fá veglega vinninga frá bókasafninu og Bókmenntaborginni.

Viðburðurinn er auðvitað að öllu ENDURgjaldslaus, líkt og allir aðrir viðburðir Borgarbókasafnsins.


Nánari upplýsingar veitir:
Ingibjörg Ösp Óttarsdóttir, verkefnastjóri barna- og unglingastarfs
ingibjorg.osp.ottarsdottir@reykjavik.is 

Materials