Tilnefningar | Alþjóðlegu Booker verðlaunin 2023

Þá hefur fyrri tilnefningalisti til Alþjóðlegu Booker verðlaunanna verið tilkynntur fyrir árið 2023. Það eru 13 skáldverk tilnefnd og því um að gera að hefja lestur strax til að vera með á nótunum. Booker verðlaunin eru ein virtustu bókmenntaverðlaun hins enskumælandi heims, en alþjóðlegu verðlaunin eru veitt fyrir þýdda skáldsögu á ensku og er heiður fyrir bæði höfund og þýðanda, sem skipta verðlaunafénu jafnt á milli sín. Að þessu sinni eru verk frá Afríku, Asíu, Evrópu og Suður-Ameríku, þar á meðal eru tveir höfundar sem voru nýlega gestir á Íslandi , hin norska Vigdis Hjorth var gestur á Bókmenntahátíð Reykjavíkur árið 2021 og hinn úkraínski Andrey Kurkov hlaut Alþjóðleg bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness árið 2022. Alls er um að ræða bækur sem eru þýddar af 11 ólíkum tungumálum og elsti höfundur sem hefur verið tilnefndur hingað til er Maryse Condé, kölluð Grande Dame bókmennta frá Karabíahafinu, en hún er fædd árið 1934 á Gvadalúpeyjum. Á síðu Booker verðlaunanna má fræðast nánar um bækurnar, höfunda og þýðendur.

Tilnefndar bækur til Alþjóðlegu Booker bókmenntaverðlauna 2023

Frá Kína:


Ninth Building eftir Zou Zingzhi
Þýðandi: Jeremy Tiang
Útgefandi: Honford Star, 2022


Frá Svíþjóð:
A System So Magnificent It Is Blinding eftir Amanda Svensson
Þýðandi: Nichola Smalley
Útgefandi: Scribe UK, 2022


Frá Mexíkó:Still born eftir Guadalupe Nettel
Þýðandi: Rosalind Harvey
Útgefandi: Fitzcarraldo Editions, 2023


Frá Indlandi:
Pyre eftir Perumal Murugan
Þýðandi: Aniruddhan Vasudevan
Útgefandi: Pushkin Press, 2022
 

Frá Þýskalandi:While We Were Dreaming eftir Clemens Meyer
Þýðandi: Katy Derbyshire
Útgefandi: Fitzcarraldo Editions, 2023


Frá Frakklandi:
The Birthday Party eftir Laurent Mauvignier
Þýðandi: Daniel Levin Becker
Útgefandi: Fitzcarraldo Editions, 2023


Frá Úkraínu:
Jimi Hendrix Live in Lviv eftir Andrey Kurkov
Þýðandi: Reuben Wooley
Útgefandi: MacLehose Press, 2022


Frá Noregi:
Is Mother Dead eftir Vigdis Hjorth
Þýðandi: Charlotte Barslund
Útgefandi: Verso, 2022


Frá Fílabeinsströndinni:
Standing Heavy eftir GauZ´
Þýðandi: Frank Wynne
Útgefandi: MacLehose Press, 2022

Frá Búlgaríu:
Time Shelter eftir Georgi Gospodinov 
Þýðandi: Angela Rodel
Útgefandi: Weidenfeld & Nicolson, 2023


Frá Gvadelúpeyjum í Karabíska hafinu:
The Gospel According to the New World eftir Maryse Condé
Þýðandi: Richard Philcox
Útgefandi: World Editions, 2023


Frá Suður-Kóreu:
The Whale eftir Cheon Myeong-kwan
Þýðandi: Chi-Young Kim
Útgefandi: Europa Editions, 2023


Frá Katalóníu á Spáni: 
Boulder eftir Eva Baltasar
Þýðandi: Julia Sanches
Útgefandi: And Other Stories, 2022


 


 


 

Flokkur
UppfærtMiðvikudagur, 8. nóvember, 2023 10:56
Materials