Sigrún Árnadóttir hlýtur þýðingaverðlaun Letterstedtska sjóðsins
Sigrún Árnadóttir hlaut á dögunum þýðingaverðlaun Letterstedtska sjóðsins, en verðlaunin eru veitt fyrir þýðingar á norrænum bókmenntum. Einar Áskell, Lína langsokkur, Madditt og Beta og fleiri heimilisvinir hafa komið til okkar gegnum vandaðar þýðingar hennar. Sigrún hefur þýtt einar 60 bækur á íslensku, aðallega úr sænsku en líka úr norsku, dönsku og ensku.
Borgarbókasafnið óskar Sigrúnu innilega til hamingju með verðskulduð verðlaun og þakkar henni kynnin af öllu þessu góða fólki. Fjölmargar þýðingar Sigrúnar eru til útláns á söfnunum, við tókum saman lista með hluta þeirra.
Materials