Innblástur fyrir listunnendur | Bókalisti

Hér er frábær bókalisti yfir listaverkabækur eftir myndlistarmanninn, Hjálmar V. Guðmundsson. Við erum svo heppinn að þegar Hjálmar er ekki að mála og skapa, vinnur hann hjá okkur hér í Borgarbókasafninu. Verk Hjálmars má finna í Artótekinu og við mælum með að kíkja á þau í næstu heimsókn í Grófina. Artótekið býður upp á fjölmörg listaverk til leigu og sölu, eftir listafólk úr Sambandi íslenskra myndlistamanna.

Hjálmar mælir sérstaklega með bókinni Ljóslitlífun = Coloursynthesis hér að neðan, og tengir sjálfur ákaflega vel við eftirfarandi tilvitnun frá myndlistarmanninum Ragnari Jónassyni.

"Ég hef reynt að hætta að mála en get það bara ekki. Ég nýt þess að vinna með málningu. Ég nýt þess hvernig hún hegðar sér og eðlis hennar og hvaða áhrif hún hefur á flötinn." 

Flokkur
UppfærtFimmtudagur, 24. september, 2020 11:03
Materials