Bókmenntavefurinn | Rýni í nýjar bækur

Fylgist með bókaflóðinu á Bókmenntavefnum.

Ritdómar um nýjar bækur bætast óðfluga við vefinn sem er starfræktur af Borgarbókasafninu og Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO.

Á Bókmenntavefnum má finna hafsjó af bókmenntalegum fróðleik sem hefur safnast saman á yfir tveimur áratugum. Bókmenntarýni, yfirlitsgreinar um höfunda og verk þeirra, verðlaun og viðurkenningar, pistlar frá höfundum um skáldskap og eigin skrif, umfjallanir um nýútkomnar bækur, bæði eftir íslenska samtímahöfunda sem og nýjar íslenskar þýðingar. Vandað er til verks og hefur ritstjórinn undanfarin ár verið Úlfhildur Dagsdóttir. Vefurinn fór nú á árinu í ondúleringu og fékk að auki nýja og fína kápu en eldra efnið er allt hið sama og enn bætist við spennandi skrif. 

Finna má nýlegar yfirlitsgreinar um verk höfunda á borð við Einar Már Guðmundsson, Auði Haralds og Gyrði Elíasson.

Þá eru ritdómar um nýjar bækur; skáldsögur, smáprósa, ljóðabækur og leikrit.
Dæmi um rýni í nýjar bækur úr bókaflóðinu 2022: 

Kákasus-gerillinn eftir Jónas Reyni Gunnarsson
Þöglu myndirnar og Pensilskrift eftir Gyrði Elíasson
Máltaka á stríðstímum eftir Natöshu S.
Ókyrrð eftir Brynju Hjálmsdóttur 
Núningur eftir Elínu Eddu
- og margt fleira sem vert er að kynna sér og stöðugt bætast við pistlar og pælingar um bækur.
 

Verið velkomin á Bókmenntavefinn - hann er alltaf opinn fyrir þau ykkar sem þyrstir í hugleiðingar um skrif, rithöfunda og bókmenntir.

Flokkur
UppfærtMánudagur, 21. nóvember, 2022 15:42