Bókmenntavefurinn | Eðlileikinn, nærumhverfið og normið

Bókmenntavefurinn birti nú í marsmánuði grein um höfundarverk skáldsins Evu Rúnar Snorradóttur, sem er fædd í Reykjavík þann 9. apríl 1982. Hún er starfandi sviðslistakona ásamt því að skrifa ljóð, leikrit og prósaverk og hefur um árabil starfað með sviðslistahópunum Kviss búmm bang og  16 elskendur. Eva Rún var leikskáld Borgarleikhússins árið 2020-2021 og var þátttökuverkið Góða ferð inn í gömul sár sýnt í Borgarleikhúsinu í kjölfarið, árið 2023. Þá hefur Eva Rún gefið út þrjár ljóðabækur; Heimsendir fylgir þér alla ævi (2013), Tappi á himninum (2016) og Fræ sem frjóvga myrkrið (2018), sem hún hlaut Maístjörnuna fyrir árið 2019. Skáldverkið Óskilamunir kom út árið 2021 og fékk m.a. mjög góða umfjöllun hjá Bókmenntavefnum:

Þrátt fyrir að sögurnar í bókinni séu oft átakanlega sorglegar er aldrei langt í húmorinn. Evu tekst vel að flétta saman erfiðum augnablikum og spaugilegum aðstæðum.

Kristín Lilja, Bókmenntavefurinn

Vera Knútsdóttir fer yfir höfundarverk Evu Rúnar á Bókmenntavefnum. Fjallar þar meðal annarra verka um nýjasta verk hennar, Góða ferð inn í gömul sár, þátttökuleikrit sem fjallar um reynslu af HIV faraldrinum, og er „gríðarlega þarft innlegg í hinsegin minnisfræði á Íslandi.“ Leikritið tekst á við hinsegin minni og endar á fagnaðarstund, sem rýnir segir að sé rökrétt skref í höfundarverki Evu Rúnar.

Umræðan um óþægilegar minningar tengjast einnig áberandi þræði í verkum Evu Rúnar um minni, trámu og sársauka.
Vera Knútsdóttir, Bókmenntavefurinn

Hægt er að lesa ítarlega grein um ferskan andblæ í íslensku bókmenntalífi á Bókmenntavefnum.

Flokkur
UppfærtFimmtudagur, 15. febrúar, 2024 12:27
Materials