Sögustundir á bókasafninu

Teikning: Ninna Þórarinsdóttir

Fjölbreyttar sögustundir 

Börnunum er boðið að eiga notalega stund í safninu og hlusta á sögu. Við veljum að kostgæfni skemmtilegar sögur sem hæfa aldri hópsins og oft líka sögur sem tengjast árstíð eða hátíðum sem eru á döfinni. 

Fyrir 4 ára og eldri bjóðum við einnig upp á fræðslu um hvernig á að umgangast og fara vel með bækurnar og hvernig við göngum alltaf frá bókunum aftur á sinn stað eftir að við erum búin að skoða þær. Það er hægt að bóka slíka fræðslu þegar sögustund er bókuð.

Mikilvægt er að umsjónarmenn hópa hafi samband og bóki hóp sem er  fleiri en átta börn áður en komið er í heimsókn svo hægt sé að forðast árekstra og að börnin fái notið sín á safninu. 

Nánari upplýsingar veita:
Árbær: Sæunn Þorsteinsdóttir - saeunn.thorsteinsdottir@reykjavik.is
Gerðuberg: Natalie Julia Colceriu - nataliejc@reykjavik.is
Grófin: Bára Bjarnadóttir - bara.bjarnadottir@reykjavik.is
Kléberg: Elva Dís Hekla Stefánsdóttir - elva.dis.hekla.stefansdottir@reykjavik.is
Kringlan: Brynhildur Lea Ragnarsdóttir - brynhildur.lea.ragnarsdottir@reykjavik.is
Spöngin: Herdís Anna Friðfinnsdóttir og Justyna Irena Wilczynska - herdis.anna.fridfinnsdottir@reykjavik.is; justyna.irena.wilczynska@reykjavik.is
Sólheimar: Sigrún Jóna Kristjánsdóttir - sigrun.jona.kristjansdottir@reykjavik.is
Úlfarsárdalur: Vala Björg Valsdóttir - vala.bjorg.valsdottir@reykjavik.is

Verkefnastjóri barna- og unglingastarfs er Ingibjörg Ösp Óttarsdóttir, ingibjorg.osp.ottarsdottir@reykjavik.is