![](https://borgarbokasafn.is/sites/default/files/styles/ding_secondary_large/public/title_image/news/fratektir2_0.jpg?itok=Fme7_MfH)
Fráteknar bækur | Hvernig finn ég bókina mína?
Hefur þú fengið tölvupóst um að frátektin þín sé tilbúin?
Nú eru frátektir í frátektarhillu merktar með upphafsstöfum þess sem á frátektina (millinöfn eru ekki tekin með) og síðustu þremur stöfum í strikamerki lánþegaskírteinis.
Sem dæmi væri frátektarmiði Guðrúnar Gunnarsdóttur með skírteinisnúmerið: GE01005539 merktur með númerinu GG539. Allir frátektir sem Guðrún fær hér eftir eru merktar á þennan hátt.
Ef þig vantar lánþegaskírteini er alltaf hægt að fá skírteini í afgreiðslu bókasafnanna eða ná í stafrænt skírteini í símann hér.