Um þennan viðburð
Tónleikar | Ferðalag með Jon Cohen Experimental
Komdu með í ferðalag með eins manns hljómsveitinni Jon Cohen Experimental!
Jon Cohen er stundum kallaður „kóngur prom dansleikjanna“ en hann hefur samið ófáar ódauðlegar popp-perlur í gegnum tíðina. Með tónlist sinni og einstakri sviðsframkomu, býður Jon upp á ljúfar en áhrifamiklar „sögur“ þar sem forvitni tónlistarmannsins er í forgrunni.
Á þessum síðdegistónleikum í Grófinni er boðið upp á listræna og melódíska skemmtun, frábært tækifæri til að kúpla sig út úr dagsins önn og upplifa eitthvað nýtt og ferskt. Jon aðhyllist ýmsar tónlistarstefnur, stundum er hann þjóðlegur og stundum indí eða gruggaður - hver veit hvað gerist á þessum óvæntu tónleikum á bókasafninu!
Tónleikarnir eru þeir síðustu í tónleikaröð Jon Cohen Experimental í Reykjavík, en hann spilar á ýmsum stöðum í Reykjavík á tímabilinu 4.-9. nóvember. Nánar hér.
Vefsíða Jon Cohen Experimental
Jon Cohen Experimental á Youtube
Nánari upplýsingar veitir:
Valgeir Gestsson, sérfræðingur í tónlistardeild
valgeir.gestsson@reykjavik.is | 411 6100