Um þennan viðburð

Tími
14:00 - 16:00
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Aldur
16+
Tungumál
Íslenska
Tónlist

Námskeið | Látum það smella saman – lokaútkoman

Sunnudagur 24. nóvember 2024

Staðsetning: 5. hæð

Athugið: Nauðsynlegt er að skrá sig á námskeiðið hér fyrir neðan.

Á þessu námskeiði fá skráðir þátttakendur í Ljóðaslammi Borgarbókasafnsins tækifæri til að semja eða fípússa atriði þeirra fyrir Ljóðaslammið á Safnanótt. Námskeiðið er mikilvægur liður í menningaruppeldi þar sem þetta sérstaka listform er kynnt.

Allt um Ljóðaslamm Borgarbókasafnsins.

Leiðbeinendur: Kælan mikla og Jón Magnús Arnarsson

Kælan Mikla er íslensk þrenning sem hefur verið virkur hluti af íslensku tónlistarlífi undanfarinn áratug. Fjórða plata þeirra Undir Köldum Norðurljósum hefur fangað hlustendur um allan heim og er þegar orðin klassík hjá aðdáendum drunga og dulúðar. Þær hafa nýlega farið á tónleikaferðalög með virtum listamönnum á borð við Alcest og Ville Valo auk þess að hafa komið fram ásamt The Cure, Pixies, Placebo og Slowdive svo eitthvað sé nefnt. Tónlist Kælunnar Miklu stiklar á norrænum þjóðsögum, draumum, martröðum og öllu þar á milli. Hljómi þeirra er lýst jafnt sem drungarlegum og draumkenndum og sækir innblástur úr öllum áttum, frá póst-pönki jafnt sem shoegaze, black metal, trip-hop og folk.

Jón Magnús Arnarsson hefur verið viðloðandi ljóðaslamm frá upphafi vegferðar þess hér á landi en fékk fyrst áhuga á því árið 2001 þegar hann varð vitni að flutningi Saul Williams, Bandaríkjameistara í ljóðaslammi, á Hróarskeldu. Jóg Magnús útskrifaðist úr leiklist frá The Commedia School árið 2013. Eftir útskrift skrifaði hann og lék í tveimur einleikjum sem fluttir voru á Act Alone einleikjahátíðinni á Suðureyri.Hann er einn af stofnendum hópsins Golden Gang Comedy sem staðið hefur fyrir vikulegu uppistandi í Reykjavík um fimm ára skeið. Þá var hann ein af forsvarsmönnum fjöllistahátíðarinnar Reykjavík Fringe Festival sem var fyrst haldin sumarið 2018. Árið 2017 vann Jón Magnús Ljóðaslamm Borgarbókasafnsins og tók í kjölfarið þátt í virtum alþjóðakeppnum í þeirri list. Fyrsta leikrit hans, Tvískinnungur var frumsýnt í Borgarleikhúsinu í nóvember 2018. Þá þýddi hann leikgerð Rómeó og Júlíu sem flutt var í Þjóðleikhúsinu árið 2021. 

Viðburður á Facebook.

Nánari upplýsingar veitir:

Guðrún Elísa Ragnarsdóttir, sérfræðingur

gudrun.elisa.ragnarsdottir@reykjavik.is, s. 411 6100