Lesefni haustsins

Fjörugar umræður á glæpsamlegum nótum!

Glæpagengið kom saman í Borgarbókasafninu Spönginni í síðustu viku til að spjalla um bókina Heim fyrir myrkur eftir Evu Björgu Ægisdóttur, en bókin hlaut verðlaunin Blóðdropann 2023. Öll voru sammála um að bókin væri vel að verðlaununum komin, enda margslungin og lesandinn afvegaleiddur hvað eftir annað í leit sinni að morðingjanum. Rætt var vítt og breitt um skáldað sögusviðið, persónusköpunina, fléttuna og hvernig höfundur vinnur með tvo sögumenn. 

Virkilega áhugaverðar og skemmtilegar umræður sem vonandi ná ennþá meira flugi næst þegar hópurinn kemur saman en þá stendur til að ræða um bókina Kalmann og fjallið sem svaf eftir Joachim B. Schmidt.
 

HÉR má skoða dagskrá haustsins.
 

Það er aldrei of seint að skrá sig í glæpagengið! 
Best er að senda línu á gudrun.dis.jonatansdottir@reykjavik.is eða hafa samband við starfsfólk í afgreiðslu safnsins.

Flokkur
UppfærtFimmtudagur, 3. október, 2024 13:44