Plaggat fyrir leikritið Óskaland
Óskaland

Um þennan viðburð

Tími
17:30 - 18:30
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Tungumál
Íslenska
Liðnir viðburðir

Leikhúskaffi | Óskaland

Þriðjudagur 1. október 2024

Gamanleikritið Óskaland verður frumsýnt á Stóra sviði Borgarleikhússins þann 11. október næstkomandi. Óskaland er dásamlega fyndið og heiðarlegt verk um fjölskylduflækjur og kynslóðabil.

Leikhúskaffið er skemmtilegur viðburður fyrir öll sem hafa áhuga á leikhúsi og hefst á Borgarbókasafninu Kringlunni þar sem Hilmir Snær Guðnason leikstjóri segir frá sýningunni. Í kjölfarið verður farið samferða yfir á Stóra svið Borgarleikhúsins þar sem leikmyndin verður skoðuð og boðið upp á umræður og spurningar fyrir áhugasama.

Gestum leikhúskaffis býðst 10% afsláttur af miðaverði á sýninguna.

 

Um sýninguna:

Kvöldmaturinn er kominn á borð hjá hjónunum Nönnu og Villa. Hún kemur með límónaðið, hann er tilbúinn með glasamotturnar og svo setjast þau að snæðingi eins og flest kvöld undanfarin fimmtíu ár. En í stað þess að ræða um veðrið eða sjónvarpsdagskrána segist Nanna vilja skilnað og Villi samþykkir það vafningalaust. Áður en hendi er veifað eru synir þeirra hjóna, auk tengdadóttur, mætt á staðinn til að telja foreldrum sínum hughvarf. Gamalt fólk skilur ekki, gamalt fólk ætti að vita betur, gamalt fólk ætti ekki að vera með vesen! Eru þau hvort eð er ekki orðin of gömul til að vera að spá í ást og hamingju?

Hilmir Snær Guðnason stýrir þessu bráðskemmtilega verki um fjölskylduflækjur en með hlutverk fara Eggert Þorleifsson, Sigrún Edda Björnsdóttir, Jörundur Ragnarsson, Vilhelm Neto, Esther Talía Casey, Katla Margrét Þorgeirsdóttir og Fannar Arnarsson.

Hjólastólaaðgengi er á viðburðinum.

Öll eru hjartanlega velkomin!

 

Viðburðurinn á Facebook.
Leikritið á vef Borgarleikhússins.

Nánari Upplýsingar veitir:
Emelía Antonsdóttir Crivello
emelia@borgarleikhus.is | 770 5550

Guttormur Þorsteinsson
guttormur.thorsteinsson@reykjavik.is | 411 6204