Um þennan viðburð

Tími
16:30 - 18:00
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Aldur
16 ára og eldri
Tungumál
enska, íslenska
Liðnir viðburðir

Núritun Live Coding Space | Hittingur

Mánudagur 21. október 2024

Forvitnir forritarar, flytjendur, tónskáld og listamenn! Langar ykkur að bæta við þekkingu og getu í tónsmíðum eða forritun? Þá er Núritun Live Coding Space kannski málið! Búum til samfélag fyrir skapandi núritara, þar sem við lærum hvert af öðru og dýpkum þekkingu okkar á live coding. 

Núritun Live Coding Space er opið rými fyrir öll sem hafa áhuga á núritun (live coding), byrjendur jafnt sem lengra komin. Staður til að tengjast, vinna að verkefnum og læra nýja og skapandi tækni. Engin þörf er á reynslu í kóðun eða menntun í tónlist, það eina sem þarf er forvitni og opinn hugur. 

Við hittumst í Tónlistar- og myndvinnsluverinu í Grófinni á 5. hæð. Þetta eru opnir hittingar, svo ykkur er velkomið að mæta í öll skiptin, eða bara þegar ykkur hentar

Dagskrá: Núritun Live Coding Space  

Hvað er „Live Coding“?

Live Coding“ eða núritun er skapandi nálgun á forritun þar sem flytjandinn býr til tónlist eða myndlist með því að skrifa, breyta og meðhöndla kóða í rauntíma, venjulega fyrir framan áhorfendur.

 

Á síðustu áratugum hefur þessi iðkun orðið að kraftmikilli skapandi listgrein á menningar- og tæknisviðum, meðal annars í tónlist, myndlist og tölvunarfræði. Í núritun fer sköpunin og tónsmíðin fram í rauntíma. Flytjandinn getur haft áhrif á flutninginn með myndefni, hreyfingu eða hverju sem er sem hægt er að stjórna. Kóðanum er oft varpað á skjá þar sem áhorfendur geta fylgst með. 

Sjá viðburðinn á Facebook.

Aldur: 16 ára og eldri 
Engin skráning 
Fer fram á íslensku og ensku. 

Nánari upplýsingar: 
Karl James Pestka 
karl.james.pestka@reykjavik.is | 665 0898