Lokað fyrir innskráningu með rafrænum skilríkjum
Frá og með 1. september verður lokað fyrir innskráningu með rafrænum skilríkjum eða íslykli á Mínar síður.
Notendur geta enn sem áður skráð sig inn með kennitölu og lykilorði. Notað er sama lykilorð og fyrir leitir.is og Rafbókasafnið.
Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda. Starfsfólk Borgarbókasafnsins er reiðubúið til aðstoðar í síma eða tölvupósti, og á bókasafninu.
Skrá nýtt lykilorð
Ef þú veist ekki lykilorðið þitt getur þú skráð nýtt lykilorð hér: Skrá nýtt lykilorð.
Þar tekur við form, þar sem þú skráir kennitölu smellir á „Senda“.
(Í forminu er hægt að skrá inn netfang, í stað kennitölunnar. En ef netfangið er ekki á skrá, eða skráð fyrir fleiri en einn notanda (t.d. fyrir bæði foreldara og barn) þá virkar sú leið ekki.)
Þú færð svo sendan tölvupóst á netfangið, sem skráð er í bókasafnskerfinu, með tengli fyrir endursetningu lykilorðs.
Ef þú færð engan tölvupóst má vera að netfangið þitt sé ekki á skrá hjá okkur. Hafðu samband og við skoðum málið, sjá netföng og símanúmer bókasafnanna.
Smelltu á tengilinn sem þar birtist, skráðu nýtt lykilorð og veldu „Senda“.