Um þennan viðburð

Tími
10:00 - 15:00
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Liðnir viðburðir

100 ára afmæli | Ratleikur á Söguslóð

Laugardagur 15. apríl 2023

UPPLÝSINGAR FYRIR ÞÁTTTAKENDUR 

Svolítið skrýtið hefur gerst í Sólheimasafni. Í tilefni af 100 ára afmæli Borgarbókasafns hafa nokkrar af sögupersónum okkar búið um sig í hinum ýmsu hillum safnsins. Það er næstum því eins og þær hafi bara flutt úr bókunum og inn í hillurnar. Það fer ekki mikið fyrir þeim, þær eru búnar að koma sér vel fyrir í litla húsinu sínu, skóginum sínum eða bara fyrir utan heima hjá sér. Þú munt örugglega finna þær allar, leitaðu bara vandlega.

Heimilin eru tíu og eru merkt með númeri, svona eins og húsin sem við búum í. Við hvert heimili er vasaljós og stækkunargler, sem þú gætir þurft á að halda.

Þú færð svarblað en spurningarnar verðurðu að finna sjálf/ur. Þær geta verið í húsunum, utan á húsunum, inni á heimilunum eða úti í skógi!

Veldu eitt af þremur svörum sem þú heldur að sé rétt með því að strika undir það og skilaðu svo blaðinu í glæra kassann í afgreiðslunni. 

Smellið hér til að skoða afmælisdagskrána í Borgarbókasafninu Sólheimum.

Smellið hér til að skoða afmælisdagskrána í öllum söfnum okkar helgina 15. og 16. apríl.

 

Nánari upplýsingar veitir:

Sigrún Jóna Kristjánsdóttir, barnabókavörður
sigrun.jona.kristjansdottir@reykjavik.is | 411 6160