100 ára afmæli Borgarbókasafnsins

Um þennan viðburð

Tími
11:00 - 17:00
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Liðnir viðburðir

100 ára afmæli | Borgarbókasafnið Grófinni

Laugardagur 15. apríl 2023

Hjartanlega velkomin á Borgarbókasafnið Grófinni í tilefni 100 ára afmælisins. Í boði er skemmtileg dagskrá fyrir unga sem aldna; bókmenntaganga, tónlist, föndur, leiðsagnir og kaffi, djús og bollakaka í boði fyrir öll sem vilja njóta dagsins með okkur.

Í boði allan daginn frá kl. 11:00-17:00:

  • Föndur fyrir alla aldurshópa.
  • Sjálfu stöð. Veldu fylgihluti og smelltu af.
  • Stöku-staður á annarri hæð. Botnaðu fyrri part eða semdu þína eigin stöku.
  • Myndir og minningar úr 100 ára sögu safnsins.

 

DAGSKRÁ

13:30-14:00 
Leiðsögn um safnið
Leiðsögn um safnið þar sem m.a. verður litið inn í starfsmannarými og rómaða kaffiaðstöðu á sjöttu hæð.

13:30 
Pakkaleikur
Það er ekki afmæli án pakkaleiks!
Ungum lestrarhestum gefst tækifæri til að vinna léttlestrarbækur, myndabækur og forvitnilegar fræðibækur.


14:00 
Afmæliskaffi og -kökur

15:00-15:30
Unnsteinn Manuel og Hermigervill troða upp

15:00-16:30 
Bókmenntaganga með Kristínu Svövu Tómasdóttur og gestum 
Lesið verður úr skáldsögum, endurminningabókum og ljóðum sem tengjast dramatískum og skemmtilegum Reykjavíkursögum af ástum, dauða og leynivínsölu.

15:30-16:00
Leiðsögn um safniðLeiðsögn um safnið þar sem m.a. verður litið inn í starfsmannarými og rómaða kaffiaðstöðu á sjöttu hæð
 

Smellið hér til að skoða afmælisdagskrána í öllum söfnum okkar helgina 15. og 16. apríl.

 

Nánari upplýsingar veitir:

Barbara Helga Guðnadóttir
barbara.helga.gudnadottir@reykjavik.is | 411 6100