Liðnir viðburðir
FULLBÓKAÐ Smiðja | Lærum að tálga
Sunnudagur 19. mars 2023
Bjarni Þór Kristjánsson kennir ungu og áhugasömu fólki réttu handtökin við að tálga. Námskeiðið hentar börnum á aldrinum 6-12 ára, en yngri en 9 ára verða að koma í fylgd með fullorðnum.
Þátttaka er ókeypis. Efni og verkfæri á staðnum.
Engin reynsla nauðsynleg.
Tvö námskeið eru í boði: fyrra kl. 13:00 og það seinna kl. 14:00. ATH. Bæði námskeiðin eru fullbókuð.
Hámarksfjöldi á hvoru námskeiði eru 8 börn og skráning er nauðsynleg.
Nánari upplýsingar veitir:
Sæunn Þorsteinsdóttir, sérfræðingur
saeunn.thorsteinsdottir@reykjavik.is | 411 6255