Leshringir í Spönginni

Leshringurinn Sveigur

Valin er ein bók í hverjum mánuði sem hópurinn les og fjallar síðan um á næsta fundi. Lesin eru nýleg skáldverk eftir bæði íslenska og erlenda höfunda sem og einstaka ævisaga.
Fyrsti fundur hópsins að hausti er í lok ágúst og segir þá hver og einn gestur frá því sem stendur uppúr af þeim bókum sem viðkomandi las yfir sumarið. Það sama gerum við á fundi hópsins í lok janúar og ræðum þá hvaða bækur urðu fyrir valinu yfir hátíðarnar.
Leshringurinn hittist ekki í desember, júní og júlí.
Hægt er að skrá sig í leshringinn hvenær sem er ársins, svo framarlega sem það er laust pláss.

Fundir fara fram kl. 16:30-17:30 á Borgarbókasafni Spönginni 2. hæð:

Vor 2023

23. janúar - Jólabókaflóðið
20. febrúar - Aldrei nema kona Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir   
20. mars - Sæluvíma Lily King 
17. apríl - Stúlkan frá Púertó Ríkó Esmeralda Santiago 
22. maí - Kjörbúðarkonan Sayaka Murata

Ásta H. Ólafsdóttir hefur umsjón með hópnum og skráningum í gegnum netfangið asta.halldora.olafsdottir@reykjavik.is

 

Leshringurinn Hrútakofinn

Þessi leshringur er ætlaður karlmönnum sem vilja deila sinni lestrarreynslu og kynnast nýju lesefni.  
Á hverjum fundi kemur hópurinn sér saman um ákveðið lestrarþema. Meðlimir velja sér síðan sjálfir bók sem fellur að þeim ramma og kynna hana fyrir hópnum á næsta fundi.

Fundir hjá Hrútakofanum fara fram mánaðarlega kl. 17:00-18:00 á Borgarbókasafni Spönginni 2. hæð.

Vor 2023
frí í janúar
1. febrúar
- Jólabókaflóðið 2022
1. mars - Landalotterý (meðlimir drógu land úr hatti og munu kynna bók eða höfund frá því landi)
5. apríl - Íþróttir, þ.e.a.s bók sem tengist ákveðinni íþrótt, íþróttamanneskju eða viðburði
3. maí - Alræðið
7. júni - Íslensku bókmenntaverðlaunin (tilnefnd eða hefur unnið)

Umsjón með hópnum og frekari upplýsingar: Gunnar Þór Pálsson
Skráning: hrutakofinnleshringur@gmail.com

Flokkur
Merki
UppfærtMánudagur, 6. febrúar, 2023 14:53