bókabíllinn í pride göngunni

Borgarbókasafnið á Hinsegin dögum

Borgarbókasafnið tekur þátt í Hinsegin dögum eins og síðustu ár og býður upp á fjölbreytta dagskrá og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. 

Upplestur höfunda

Bókabíllinn Höfðingi tekur þátt í Hinsegin dögum 4.-9. ágúst og er staðsettur á Tjarnargötunni við Ráðhúsið fullur af hinsegin bókum og skemmtilegheitum. Á meðan hátíðinni stendur munu eftirfarandi rithöfundar lesa upp úr verkum sínum. Allir velkomnir á meðan bílrúm leyfir. 

Þriðjudagur 4. ágúst, kl. 13.15 og 16.15 
Ragnar H. Blöndal og Ari Blöndal Eggertsson
Miðvikudagur 5. ágúst, kl. 13.15 
Elías Knörr
Fimmtudagur 6. ágúst, kl. 13.15 
Eva Rún Snorradóttir
Fimmtudagur 6. ágúst, kl. 16.15 
Kristín Ómarsdóttir
Föstudagur 7. ágúst, kl. 13.15 
Guðjón Ragnar Jónason
Föstudagur 7. ágúst, kl. 16.15 
Lilja Sigurðardóttir
Laugardagur 8. ágúst, kl. 13.15 
Fríða Bonnie Andersen
Sunnudagur 9. ágúst, kl. 13-15
Sjón, Mánasteinn, hljóðbók

Dragdrottningin Starína les og skemmtir börnunum á Hinsegin dögum! Starína er barnvænasta dragdrottning Íslands og hefur síðastliðið ár glatt börn með því að lesa fyrir þau. Afhverju? Því lestur er bestur.

Athugið mismunandi tímasetningar og staðsetningar.

5. ágúst: 15:00-16:00 – Bókabíllinn við Ráðhúsið – Tjarnargötu

6. ágúst: 13:30-14:30 – Borgarbókasafnið Grófinni – Tryggvagötu

7. ágúst: 13:30-14:30 – Borgarbókasafnið Kringlunni

8. ágúst: 15:00-16:00 – Bókabíllinn við Ráðhúsið – Tjarnargötu

Eftir lesturinn er hægt að heilsa og láta taka myndir af sér með Starínu. Starína sigraði Dragkeppni Íslands árið 2003, kom fram með Hommaleikhúsinu Hégóma og fjöllistahópnum Drag-Súgi og hefur margoft glatt áhorfendur í gleðigöngu Hinsegin daga með glæsilegum og metnaðarfullum vögnum.

Hin hliðin á Reykjavík - Guðrún Ragnar Jónasson leiðir kvöldgöngu

Hin hliðin á Reykjavík | Kvöldganga 
Fimmtudaginn 6. ágúst kl . 20:00 
Gangan hefst fyrir utan Borgarbókasafnið í Grófinni 
Guðjón Ragnar Jónasson leiðir gesti um miðbæ Reykjavíkur og bregður upp svipmyndum úr menningarheimi sem mörgum er hulinn, segir grátbroslegar sögur úr leikhúsi næturlífsins en rifjar einnig upp áfagna úr langri og strangri baráttu fyrir réttindum og sýnileika hinsegin fólks. 

 

UppfærtÞriðjudagur, 16. janúar, 2024 12:14