Bókakápan af Mía litla og stormviðrið

Um þennan viðburð

Tími
16:30 - 17:30
Verð
Frítt
Hópur
Börn
Aldur
3 ára og eldri
Tungumál
íslenska
Börn

Sögustund | Mía litla og stormviðrið

Þriðjudagur 6. janúar 2026

Vindasaman dag í Múmíndalnum bankar skelkuð lítil vera á dyr Múmínhússins. Mía litla er ekki sátt við að þurfa að deila herbergi með nýja gestinum. En hún kemst brátt að því að gott getur verið að eiga vin þegar á reynir.

Verið velkomin í notalega sögustund á bókasafninu þar sem lesin verður góð saga uppfull af ævintýrum. Eftir lesturinn dundum við okkur aðeins, púslum, teiknum eða litum og höfum það notalegt saman.

Sögustundirnar í Borgarbókasafninu Árbæ fara fram fyrsta þriðjudag í mánuði frá janúar til og með maí. 

Öll velkomin.

Viðburður á Facebook

Nánari upplýsingar veitir:
Sæunn Þorsteinsdóttir, sérfræðingur
saeunn.thorsteinsdottir@reykjavik.is | 411 6250