
Laust starf | Verkefnastjóri safnkosts
Laus er 80% staða verkefnastjóra safnkosts á Borgarbókasafni Reykjavíkur í 6 mánuði með möguleika á framlengingu. Helstu verkefni eru að leiða vinnu sem varðar uppbyggingu og viðhald á safnkosti, þ.m.t. rafbókasafnskosti, móta stefnu þar um og hafa yfirumsjón með innkaupum.
Fríðindi í starfi:
- Sundkort
- Menningarkort
- Samgöngusamningur
Helstu verkefni og ábyrgð:
Verkefnastjóri hefur yfirumsjón með innkaupum á safnkosti, erlendum sem innlendum, rafrænum sem og á öðrum miðlum og heldur utan um og samræmir verkferla. Í því felst m.a. að hafa frumkvæði að nýjum verkefnum, samvinna við fagaðila, skipulagning og framkvæmd. Verkefnastjóri safnkosts ber ábyrgð á stefnu á þessu sviði fyrir safnið í heild, í samráði við borgarbókavörð og helsta samstarfsfólk og hefur umsjón með útfærslu og eftirfylgni þeirrar stefnu. Verkefnastjóri tekur á móti fyrirspurnum, veitir umsagnir og sinnir erindum er heyra undir verkefnið.
Hæfniskröfur:
- Háskólapróf á framhaldsstigi (MA/MS) eða háskólapróf á fyrsta stigi (BA/BS) auk mikillar starfsreynslu á viðkomandi sérfræðisviði.
- Kostur er próf í bókmenntafræði og/eða upplýsingafræði.
- Áhugi á bókmenntum, listum og menningu.
- Reynsla og áhugi á að vinna með fólki.
- Framúrskarandi færni í mannlegum samskiptum, sveigjanleiki og þjónustulund.
- Mjög gott vald á íslensku og góð kunnátta í ensku.
- Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti.
- Færni og geta til að vinna undir álagi og sinna mörgum viðfangsefnum.
- Gott vald á upplýsingatækni og -miðlun efnis á vef og samfélagsmiðlum.
- Frumkvæði, hugmyndaauðgi, metnaður, sjálfstæð vinnubrögð og færni til að vinna í hópi.
Borgarbókasafnið er almenningsbókasafn Reykvíkinga og starfar eftir lögum um bókasöfn frá 2012. Það rekur átta söfn í borginni. Nánari upplýsingar um starfsemi safnsins má fá á www.borgarbokasafn.is
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags.
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem við búum í.
Frekari upplýsingar um starfið veitir:
Guðríður Sigurbjörnsdóttir, deildarstjóri
gudridur.sigurbjornsdottir@reykjavik.is | 411 6110