Um þennan viðburð

Tími
14:00 - 16:00
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Aldur
16+
Tungumál
Enska
Föndur

Make-a-thek smiðja | Glæðum gamlar flíkur lífi

Laugardagur 14. febrúar 2026

Hinda Mandell, höfundur bókarinnar Global Craftivism since the Pussyhats: Handcraft Responses to Violence, War, Illness and Isolation, býður til smiðju í Borgarbókasafninu Gerðubergi. 

Lærum að glæða gamlar flíkur lífi með skreytingarborða á ermum og bol. Hinda mun aðstoða öll við komast í gang með verkefnin sín. Gott er að kunna smávegis í hekli til að geta tekið sem best þátt í viðburðinum. 

Komið með gamlar hnepptar skyrtur eða stuttermaboli úr góðri bómull eða þéttu efni, sem vantar smá ást og alúð, og Hinda kennir okkur að hekla á þær fallega kanta. 

Hinda mun gefa garn sem var handlitað í hverfinu hennar í New York. 

Hinda Mandell er rithöfundur og prófessor við School of Communication við Rochester stofnunina í tækni í New York. 

Kynnist Hindu á Instagram

Heitt verður á könnunni og kærleikur svífur yfir vötnunum. 

Facebook viðburður

Frekari upplýsingar um viðburðinn veitir:


Ilmur Dögg Gísladóttir, ilmur.dogg.gisladottir@reykjavik.is 

 

Bækur og annað efni