Amnesty

Um þennan viðburð

Tími
15:00 - 17:00
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Tungumál
íslenska
Fræðsla

Samkenndarsmiðja | ,,Þitt nafn bjargar lífi“

Laugardagur 15. nóvember 2025

Í þessari smiðju æfum við okkur í að skynja betur veruleika þeirra sem sem upplifa óréttlæti og sæta grófum mannréttindabrotum víðs vegar um heiminn og skoðum við hvernig samkennd getur leitt okkur nær réttlæti og aðgerðum í þágu þolenda.

Réttlæti kviknar þegar samkennd vaknar – þar byrjar breytingin.

Drifkraftur allrar mannréttindabaráttu hefst með því að við reynum að setja okkur í spor þeirra sem sæta slíkum brotum. Samkennd ýtir undir aðgerðir og aðgerðir geta breytt lífum.

Getum við aukið samkennd í íslensku samfélagi? Er samkenndarþreytan að sliga okkur öll?

 

Þátttakendur samkenndarsmiðjunnar kynnast þolendum mannréttindabrota og býðst að taka þátt í stærstu mannréttindaherferð veraldar. 

Átt þú tíma aflögu til að bjarga lífi?

Komdu og vertu með! 

 

Fyrir nánari upplýsingar 
Eygló Árnadóttir, fræðslustjóri Amnesty á Íslandi 
eyglo@amnesty.is