
Um þennan viðburð
make-a-tek smiðja | Skapandi fataviðgerðir
Áttu uppáhaldsflík sem er orðin snjáð eða með litlu gati á?
Borgarbókasafnið í Gerðubergi býður upp á smiðju í skapandi fataviðgerðum sem er opin öllum áhugasömum.
Takið með ykkur flík sem þið viljið gjarnan stoppa í eða fríska upp á með útsaumi, jafnframt er gott að hafa með sér nál og útsaumsefni. Efni verður líka á staðnum.
Smiðjan fer fram inni á bókasafni og boðið verður upp á kaffi, te, kakó og vatn.
Emma Shannon leiðir smiðjuna, en hún er skoskur textíl listamaður og hönnuður sem búið hefur um árabil á Íslandi. Emma leggur áherslu á að mynda tengingu milli tækni og hefðbundinnar handavinnu í verkum sínum. Hún hefur tekið þátt í fjöldamörgum viðburðum s.s. viðgerðarkaffi og er hluti af listasamsteypunni Endurtakk. Hún leggur mikla áherslu á skapandi endurnýtingu, viðgerðir og ferska nálgun á hefðbundinn fatnað og textíl.
Viðburðurinn er hluti af verkefninu make a tek sem styrkt er af Evrópusambandinu.
Vefsíða verkefnisins makeatek.eu
Viðburður á Facebook:
Upplýsingar um viðburðinn veitir:
Ilmur Dögg Gísladóttir, ilmur.dogg.gisladottir@reykjavik.is