Books in a circle

Leshringur | Lífsgæðahringur

Lífsgæðaleshringirnir eru verkefni á vegum Estherar Ágústsdóttur hjá Bókmenntaskólanum sem sameinar bókmenntir og jafningastuðning til að efla andlega heilsu og lífsgæði þátttakenda. Í hringjunum eru lesnar sögur sem snerta á andlegri vellíðan, sjálfsstyrkingu, sjálfsmynd, tengslum og ýmsu tengt bataferli.

Markmið verkefnisins eru skýr:

  • að auka andlega vellíðan
  • draga úr félagslegri einangrun
  • efla sjálfsmynd
  • gefa þátttakendum ný tól til að vinna með lífsreynslu sína á skapandi hátt

Með Lífsgæðaleshringjunum fá sögur nýtt líf — og verða að brú milli einstaklinga, hugmynda og betri lífsgæða.

Sjá yfirlit yfir leshringi Borgarbókasafnsins

Nánari upplýsingar og skráning:
Esther Ágústsdóttir, kennari og bókmenntafræðingur
bokmenntaskolinn@gmail.com | 868 0882

Flokkur
UppfærtÞriðjudagur, 16. september, 2025 17:11