Litlasti jakinn, bókakápa

Um þennan viðburð

Tími
16:30 - 17:30
Verð
Frítt
Hópur
Börn
Aldur
3 ára og eldri
Tungumál
íslenska
Börn

Sögustund | Litlasti jakinn

Þriðjudagur 4. nóvember 2025

Verið velkomin í notalega sögustund á bókasafninu þar sem lesin verður góð saga uppfull af ævintýrum. Eftir lesturinn dundum við okkur aðeins, púslum, teiknum eða litum og höfum það notalegt saman. 

Að þessu sinni lesum við bókina Litlasti jakinn eftir Lu Fraser, sem er myndrík rímsaga um hana Dísu sem er minnsti jakuxinn í hjörðinni og dreymir um að verða stór eins og hinir. Dísa á þó eftir að komast að því að þótt hún sé smá er hún fullkomin nákvæmlega eins og hún er, því að sumt er nefnilega bara á lítilla jaka færi!

Sögustundirnar í Borgarbókasafninu Árbæ fara fram fyrsta þriðjudag í mánuði frá september til desember.

Öll velkomin.

Viðburður á Facebook

Nánari upplýsingar veitir:
Agnes Jónsdóttir, sérfræðingur
agnes.jonsdottir@reykjavik.is | 411 6250