Um þennan viðburð
Vetrarfrí | Smiðja með Rán Flygenring
Rithöfundurinn Rán Flygenring býður upp á skapandi fjölskyldusmiðju í tengslum við útgáfu barnabókarinnar Tjörnin.
Tjörnin er hyldjúp og töfrandi saga um forvitni og framhleypni, stjórn og stjórnleysi, en ekki síst um samband okkar við eigin tegund og allar hinar sem við deilum nærumhverfinu með.
Í smiðjunni fá þátttakendur að kynnast þeim töfraheimi sem lífríki tjarnarinnar er og tækifæri til að skapa sínar eigin lífverur og vistkerfi. Ekki þarf að skrá sig í smiðjuna.
Rán Flygenring er margverðlaunaður höfundur og teiknari. Hún hefur margsinnis hlotið Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar og árið 2023 hlaut hún Norðurlandaráðsverðlaunin fyrir bókina Eldgos.
Nánari upplýsingar veitir:
Ástrún Friðbjörnsdóttir, sérfræðingur
astrun.fridbjornsdottir@reykjavik.is | s: 411 6230