Tölva og upptökubúnaður

Um þennan viðburð

Tími
18:00 - 20:00
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Aldur
16 ára og eldri
Tungumál
Íslenska
Fræðsla
Spjall og umræður

Heimsókn í hljóðverið

Fimmtudagur 13. febrúar 2025


Kynningarkvöld í hljóðverinu

Lærum saman á búnaðinn og förum yfir grunnatriðin í upptökufræðum.

Markmið kvöldins er að þátttakendur geti bjargað sér upp á eigin spýtur í hljóðverinu og nýtt sér aðstöðuna til að hljóðrita og skapa að vild.

Notkun á hljóðverinu er ókeypis fyrir þau sem eiga gilt bókasafnskort.

Skráning er EKKI nauðsynleg!

 

Um hljóðverið: 

Í hljóðverinu býðst fólki að taka upp og vinna hljóðupptökur. Aðstaðan býður upp á að hægt sé að taka upp allt frá hlaðvörpum og upp í heilar hljómsveitir og eru allar helstu græjur sem til þarf á staðnum, þar á meðal gítar, bassi, trommur, hljómborð, hljóðnemar og hljóðvinnsluforrit.

Í hljóðverinu er meðal annars að finna: 

  • Mac mini með Logic Pro X, Fabfilter FX bundle, Izotope Elements og Arturia Analog Lab 
  • Apogee Ensemble hljóðkort 
  • Yamaha HS7 hátalara og Yamaha HS 8S bassabox 
  • Beyerdynamic DT1770 PRO heyrnartól 
  • Behringer PolyD hljómgervill og Arturia KeyLab 88 MIDI hljómborð 
  • Fender Stratocaster og Fender P Bass 
  • Yamaha Stage Custom trommusett með Dream diskum 
  • Úrval af hljóðnemum. Þar á meðal RODE NT2, Sennheiser MD-421, Slate ML 2 

 

Viðburður á Facebook.

 

Nánari upplýsingar:
Þorgrímur Þorsteinsson | Sérfræðingur
thorgrimur.thorsteinsson@reykjavik.is