Information about the event

Time
13:00
Price
Free
Target
Young people
Ages
13-16 ára
Young people

Sumarsmiðja | Svakalega sögusmiðjan

Monday August 14th 2023 - Tuesday August 15th 2023

Hvernig býrðu til góða sögu?

Rithöfundurinn Eva Rún Þorgeirsdóttir og teiknarinn Blær Guðmundsdóttir kenna 13-16 ára hvernig hægt er að töfra fram góða sögu í máli og myndum.

Lærðu að:

  • Fá hugmyndir
  • Setja hugmyndirnar þínar á blað
  • Byggja upp spennandi og fyndnar sögur
  • Að nota myndir í sögum


Eva Rún Þorgeirsdóttir er rithöfundur og skrifar bækur og handrit að sjónvarpsefni fyrir krakka. Hún hefur til dæmis skrifað bækurnar um jólasveininn Stúf, hljóðbókina Sögur fyrir svefninn (á Storytel) og framtíðar-spennusöguna Skrímslin vakna. Auk þess hefur hún m.a. unnið sem handritshöfundur og framleiðandi sjónvarpsþátta á KrakkaRÚV. 
Eva Rún hlaut Edduna 2021 í flokknum Barna- og unglingaefni ársins fyrir Stundina okkar og hlaut einnig Íslensku hljóðbókaverðlaunin 2022 í flokki barna og ungmennabóka fyrir hljóðbókina Sögur fyrir svefninn.

Blær Guðmundsdóttir er teiknari, barnabókahöfundur og grafískur hönnuður. Hún hefur teiknað myndir í fjölmargar barnabækur þ.á.m. bækurnar um Stúf. Árið 2019 sendi hún frá sér sína fyrstu frumsömdu bók, Sipp, Sippsippanipp og Sippsippanippsippsúrumsipp – systurnar sem ætluðu sko ekki að giftast prinsum.
Blær vann FÍT-verðlaunin 2020 fyrir þessa frumraun sína og hlaut einnig tilnefningu til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar í flokki myndlýstra bóka.

Öll velkomin og ekki nauðsynlegt að hafa reynslu af því að skrifa og teikna.

Komdu og njóttu þess að læra að nota ímyndunaraflið og búa til sögur.

Skráning á sumar.vala.is

Nánari upplýsingar veitir:
Svanhildur Halla Haraldsdóttir, sérfræðingur
svanhildur.halla.haraldsdottir@reykjavik.is | 411-6187