Útgáfutónleikar Borgarbókasafnið Spöngin Leifur Gunnarsson
Útgáfutónleikar I Platan "Jólaboð hjá tengdó" með Leifur Gunnarsson

Information about the event

Time
13:15 - 14:00
Price
Free
Target
Everyone
Language
Öll tungumál
Music

Jólaboð hjá tengdó I Útgáfutónleikar

Saturday December 13th 2025

Útgáfutónleikar á jólaplötunni Jólaboð hjá tengdó með Leifi Gunnarssyni og hljómsveit sem inniheldur 8 skemmtileg jólalög.  

Kveikjan að plötunni er fertugsafmæli Leifs og umstangið í kringum það að eiga afmæli.  Það að semja og taka upp heila plötu af nýrri, frumsaminni jólatónlist var hans "hreinsun“ við þeirri gömlu gremju. En nú er kominn tími til að fagna desember og hvað er betra en að gera það með tónlist í samstarfi við  frábæra samstarfsaðila.

Á útgáfutónleikunum verður platan flutt í heild sinni og hægt verður að næla sér í plötuna á físísku formi til eigin endurflutninga (nótum og söngbókarformi) en einnig verður hægt að forpanta verkið á vinylplötu en sú útgáfa er væntanleg seint 2026.

Það er frítt á tónleikana og öll velkomin á meðan húsrúm leyfir.

VIðburður á facebook 

Flytjendur á tónleikunum ásamt mér eru: Gunnar Hilmarsson, Jóhann Guðmundsson, Jóhannes Þorleiksson, Ingimar Andersen, Diljá Finnsdóttir, Sunna Gunnlaugsdóttir, Scott McLemore, Bragi Árnason, Páll Sólmundur Eydal, Marína Ósk Þórólfsdóttir, Óskar Þormarsson, Kjartan Baldursson, Jón Ingimundarson, Helga Margrét Clark, Jón Valur Guðmundsson, Ingibjörg Fríða Helgadóttir og Ingrid Örk Kjartansdóttir (og mögulega fleiri).

Það er vel við hæfi að draga góðan samstarfsaðila til margra ára í verkefni, en tónleikarnir fara fram í Borgarbókasafni í Spönginni, mekka menningar í úthverfum höfuðborgarinnar.

Nánari upplýsingar:
Hólmfríður Ólafsdóttir, verkefnastjóri
holmfridur.olafsdottir@reykjavik.is

Leifur Gunnarsson, 
leifurgunnarsson@gmail.com