Information about the event
Sýning | MossArt
Marzena Harðarson Waleszczyk sýnir listaverk þar sem hún notar mosa sem viðfangsefni og efnivið
Fegurð og mýkt mosans hrífur alla sem njóta náttúru landsins. Hér er mosinn kominn í nýtt umhverfi, orðinn að manngerðu listaverki. Engu að síður haldast töfrar hans þó að hann sé hér með öðru sniði en við eigum að venjast.
Marzena vinnur með mosann þannig að hann varðveitist betur og fölni ekki. Verkin eru bæði til að hafa á borði/stöplum en einnig á veggjum og eru báðar gerðir á sýningunni. Ró og fegurð einkenna verkin sem auðvelt er að heillast af.
Marzena er fædd í Póllandi en hefur búið á Íslandi í 16 ár. Hún er með MA gráðu í stjórnun og markaðsfræði og unnið margskonar störf í gegnum tíðina. Frá 2022 hefur hún unnið á leikskóla ásamt því að sinna listsköpun. Hún hefur sótt ýmiskonar námskeið í handverki og myndlist.
Viðburðurinn á Facebook
Nánari upplýsingar veitir:
Katrín Guðmundsdóttir, deildarstjóri
katrin.gudmundsdottir@reykjavik.is