Information about the event

Time
13:00 - 17:00
Price
Free
Target
Everyone
Language
-
Exhibitions

Opnun | Viltu vera memm?

Saturday December 6th 2025

Systurnar Tinna Þorvalds Önnudóttir teiknari og Sóley Þorvaldsdóttir ljósmyndari, setja upp sýningu í Gerðurbergi byggða á æskuárum sínum í Fella- og Bakkahverfinu í Breiðholti á 9. og 10. áratug síðustu aldar. Þær velta fyrir sér hvað það er að eiga heima einhversstaðar. Man getur tekið stelpuna úr Breiðholti en getur man tekið Breiðholtið úr stelpunni? Hvernig er það þá þegar hún snýr aftur og uppgötvar að hún er á sama tíma innfædd og ókunnug? Hún á sér minningar frá þessum stað, en hvað eru minningar annað en skáldskapur sagður í gegnum síu augnabliksins? Teikningin er miðill Tinnu en ljósmyndin Sóleyjar þannig að sýningin fléttar saman þessum ólíku en þó skildu miðlum og þannig þeirra ólíka sjónarhorni - og ef til vill munu ljósmyndir og teikningar blandast saman í nokkrum verkum þar sem upplifun systranna sameinast.

 

Sóley Þorvaldsdóttir er listamaður sem býr og starfar í Reykjavík. Hún lauk námi í skapandi ljósmyndun frá Ljósmyndaskólanum árið 2023. Í verkum sínum fjallar Sóley um rými og narratívur innan þess. Í þeim tekst á tilhneigingin til sögulegrar skrásetningar annars vegar og hins vegar ljóðrænnar frásagnar. Tíminn verður oft að umfjöllunarefni í verkum hennar og fortíðarþráin skýtur því stundum upp kollinum. Hún sækir innblástur víða að en fyrst og fremst í sínu eigin hversdagslega umhverfi.

Tinna Þorvalds Önnudóttir er allt í senn myndlistar-, söng- og leikkona en sama hvaða tjáningarmáta hún nýtir hverju sinni þá er það alltaf hreyfingin sem hún leitar að - hreyfingin og leikgleðin, sem er lífið í frásögninni.  Listgreinarnar styðja hver aðra og bæta nýrri vídd við verkin hvort sem það er á augljósan eða óárþeifanlegan máta. Sem myndhöfundur vinnur hún aðallega með vatnsliti og penna. Myndir hennar einkennast af björtum litum og frásagnargleði, og í þeim vinnur hún með línuna á milli dramatíkur og kímni, hins mikilfenglega og hins hversdagslega. Tinna hefur haldið einka- og samsýningar m.a. Í Gallerí Fold, Þurrkverinu á Suðureyri og Gunnarshúsi á Skriðuklaustri. Hún vinnur auk þess að myndlýsingum í samstarfi við nokkra rithöfunda og á myndverk á bókarkápu nýlegrar nótnabókar eftir Þórunni Guðmundsdóttur tónskálds. Verk hennar og portfolio er hægt að nálgast á vefsíðunni www.tinna.website og á instagram @tinna.illustration

Viðburðurinn á facebook

 

Fyrir nánari upplýsingar:
Ilmur Dögg Gísladóttir, deildarstjóri í Gerðubergi.
ilmur.dogg.gisladottir@reykjavik.is | 411 6170