Kennsla á saumavélar og ráðgjöf við saumaskapinn
Góð ráð frá fagmönnum við saumaskapinn

Information about the event

Time
16:00 - 17:30
Price
Free
Target
Adults
Language
íslenska, enska og pólska
Creative Technology

Saumahornið | Aðstoðartími

Monday December 2nd 2024

Ráðgjöf við saumaskapinn og kennsla á saumavélar

Í Saumahorninu Árbæ er góð aðstaða fyrir þau sem hafa gaman af saumaskap en þar er að finna tvær venjulegar saumavélar og eina overlock vél. Það er því hægt að fá útrás fyrir sköpunargleðina; sníða, sauma eða gera við flíkur. Gott er að bóka tíma fyrirfram til að vera viss um að komast að á þeim tíma sem óskað er eftir en vélarnar eru þó aðgengilegar hafi enginn tekið frá tíma.

Boðið er upp á aðstoð einu sinni í mánuði yfir vetrarmánuðina og eru Andzelina Kusowska Sigurðsson og Elínborg Ágústsdóttir klæðskerar gestum innan handar. 
Upplagt fyrir þau sem eru að velta einhverju fyrir sér varðandi saumaskapinn, hvort sem um byrjendur eða lengra komna er að ræða. Það er alltaf gott að fá ráðgjöf og spjalla um þau verkefni sem unnið er að.

Skráning er nauðsynleg í aðstoðina og fer fram hér neðst á síðunni. 

Viðburður á Facebook

 

Nánari upplýsingar veitir:
Katrín Guðmundsdóttir, deildarstjóri 
katrin.gudmundsdottir@reykjavik.is |  411 6250

Materials