Námskeið í skapandi vefsíðugerð

Information about the event

Time
13:00
Price
Free
Target
Everyone
Language
Íslenska
Learning
Creative Technology

Námskeið | Skapandi vefsíðugerð 

Saturday February 14th 2026 - Sunday February 15th 2026

Lumar þú á vefsíðuhugmynd en veist ekki hvar á að byrja? Látum drauminn rætast!  

Staðsetning: 5. hæð 

Katrín Hersisdóttir, grafískur hönnuður, og Elísa Björg Tryggvadóttir, forritari, bjóða upp á skapandi og skemmtilegt námskeið í vefsíðugerð þar sem unnið verður með hugmyndir hvers þátttakanda fyrir sig.  Um er að ræða tveggja daga námskeið þar sem kennt er þrjá tíma í senn. 

Í fyrri hluta námskeiðs læra nemendur á vefhönnun í Figma og í seinni hlutanum verða helstu HTML/CSS hugtök kynnt ásamt því að taka tíma í verklega framkvæmd.  

Markmiðið með námskeiðinu er að veita þátttakendum sjálfsöryggi til að stíga sín fyrstu skref í vefsíðugerð með réttum tólum og hvatningu. Hér eru engar hugmyndir slæmar hugmyndir, við hvetjum öll til að opna hugmyndaskúffuna og byrja að gramsa!  

Námskeiðið hefur engin aldurstakmörk og markmið okkar er að safna í sem fjölbreyttastan hóp en hvetjum sérstaklega konur og kvár til að taka þátt.  

Hlökkum til að sjá ykkur öll! 
 

Hámarksfjöldi þátttakenda: 12 – fyrstir koma, fyrir fá! 
Vinsamlegast athugið að öll þurfa að mæta með eigin tölvur á námskeiðið. 
Vinsamlegast skráið ykkur með því að fylla út formið hér fyrir neðan. 

 

Viðburðurinn á Facebook 

 

Nánari upplýsingar veitir: 

Valgeir Gestsson, sérfræðingur í tónlistardeild 
valgeir.gestsson@reykjavik.is