
Information about the event
Sýning | Húsabyggð 2023
Börnin á frístundaheimilinu Kastala í Húsaskóla hafa í vetur búið til falleg hús sem nú eru til sýnis í bókasafninu.
Verkefnið er samstarfsverkefni milli frístundaheimilisins Kastala við Húsaskóla, hjúkrunarheimilisins Eirar og Borgarbókasafnsins Spönginni.
Húsin eru í grunninn búin til úr pappakössum og öðru sem til fellur. Börnin sjá um að innrétta húsin og má glögglega sjá að persónulegur smekkur hvers barns hefur fengið að njóta sín til fullnustu.
Húsgögn og innréttingar eru unnin úr efnivið sem safnast hefur saman á hjúkrunarheimilinu og frístundaheimilinu; tannstönglar, tappar, íspinnaspýtur, svo eitthvað sé nefnt.
Húsin eru sem ævintýri, litrík og nostursamlega unnin.
Signý Björk Ólafsdóttir frístundaleiðbeinandi í frístundaheimilinu Kastala hefur stýrt verkefninu.
Nánari upplýsingar veita:
Erla Erla Bára Ragnarsdóttir
Forstöðumaður frístundaheimilisins Kastala, Húsaskóla
kastali@rvkfri.is
Katrín Guðmundsdóttir
Deildarstjóri, Borgarbókasafninu Spönginni
katrin.gudmundsdottir@reykjavik.is