Ljóðabókin Unglingur á hafi úti

Information about the event

Time
15:00 - 17:00
Price
Free
Target
Everyone
Language
íslenska
Literature

Rými fyrir höfunda | Útgáfuhóf | Unglingur á hafi úti eftir Þórdísi Evu Einarsdóttur

Saturday November 29th 2025

Velkomin í útgáfuhóf!

Þórdís Eva Einarsdóttir mun kynna ljóðabók sína Unglingur á hafi úti. Bókin segir sögu unglings í sorgarferli og er sönn saga höfundar. Þórdís segir frá augnablikinu þegar hún missti pabba sinn 16 ára gömul og árunum sem fylgdu á eftir. Ljóðin eru fjölbreytt hvað varðar stíl og uppsetningu og er markmið þeirra að fanga þær fjölbreyttu tilfinningar sem fylgja sorginni. Bókin er fyrsta verk höfundar. 

 

Rými fyrir höfunda á söfnunum okkar

Rithöfundar og skáld sem eru að gefa út bók og hafa áhuga á að standa fyrir kynningu á nýju verki og/eða eldri verkum sínum geta pantað rými á Borgarbókasafninu sér að kostnaðarlausu. Höfundum er frjálst að nýta rýmið eins og þeim hentar, til dæmis fyrir upplestur (jafnvel í samráði við aðra höfunda), útgáfuhóf og kynningar.

Nánari upplýsingar veitir:

Þorgerður Agla Magnúsdóttir
verkefnastjóri | bókmenntir og lestrarhvatning
thorgerdur.agla.magnusdottir@reykjavik.is