
Information about the event
Bókakaffi með glæpaívafi
Arndís Þórarinsdóttir og Nanna Rögnvaldardóttir koma í heimsókn í bókasafnið í Árbæ og ræða saman um glæpasögurnar Morð og messufall og Mín er hefndin. Nanna sendi nýlega frá sér glæpasöguna Mín er hefndin en hún er framhald Þegar sannleikurinn sefur sem kom út í fyrra. Arndís Þórarinsdóttir sendi fyrr á árinu út sína fyrstu glæpasögu, Morð og messufall. Bókina skrifaði Arndís í félagi við Huldu Sigrúnu Bjarnadóttur en þetta er þriðja bókin sem þær skrifa saman. Sagan gerist í nútímanum og fjallar um rannsókn á morði í kirkju í Grafarvoginu ólíkt bók Nönnu sem flytur okkur aftur til morðmáls á 18. öld.
Nanna og Arndís gefa einnig báðar út bækur fyrir börn og ungmenni í haust og munu þær einnig ræða um hvernig er að skrifa fyrir ólíkan aldur og hvernig farið er að því að gefa út ekki bara eina heldur tvær bækur á einu ári!
Aðgangur ókeypis og öll velkomin.
Viðburður á Facebook
Nánari upplýsingar veitir:
Þorgerður Agla Magnúsdóttir, verkefnastjóri bókmennta og lestrarhvatningar
thorgerdur.agla.magnusdottir@reykjavik.is I 4116149