Information about the event

Time
12:00 - 13:00
Price
Free
Target
Adults
Language
íslenska
Literature

Bókajól | Skáldævisögur í Sólheimum

Saturday December 7th 2024

Bókajól á öllum söfnunum!

Taktu frí frá áreiti og neyslu og njóttu aðventunnar í faðmi nýútkominna bóka! Borgarbókasafnið býður upp á aðventuupplestra á öllum söfnum sínum, með mismunandi þema. Þrír höfundar lesa upp á hverjum stað og boðið er upp á kakó eða súpu, eftir því hvort lesið er upp í hádeginu eða eftirmiðdaginn.  Hér er heildardagskrá viðburðaraðarinnar.

 

 

Í Sólheimum er þemað Skáldævisögur

 Dagskrá: 
Guðrún Eva Mínervudóttir - Í skugga trjánna
Elísabet Jökulsdóttir - Límonaði frá Díafaní
Þórdís Þúfa - Þín eru sárin

 

Viðburðurinn er ókeypis og öllum opinn!
Boðið verður upp á heita súpu og brauð.

 

Um bækurnar:

Í skugga trjánna: Í skugga trjánna er skáldævisaga í anda Skeggs Raspútíns sem kom fyrst út árið 2016 og hlaut frábærar viðtökur bæði lesenda og gagnrýnenda. Guðrún Eva Mínervudóttir tekst hér á við veruleikann af einlægni og áræðni, svo úr verður áhrifamikil saga – full af húmor, hlýju og skáldlegri visku.

Límonaði frá Díafaní: Ella Stína er átta ára þegar hún fer út í heim með fjölskyldunni. Í Grikklandi er allt með öðrum brag en heima á Seltjarnarnesi; eðlur skjótast um veggi, mandarínur og ólífur vaxa á trjánum, geitur ganga um með bjöllur um hálsinn og örsmáu bænahúsin í hlíðinni hljóta að vera sérstaklega fyrir krakka. Löngu seinna kemur Ella Stína aftur til Grikklands, hvað er þá orðið af sólbökuðu fjölskyldunni sem eitt sinn var?

Þín eru sárin: Einlæg og ögrandi skáldævisaga þar sem höfundur fjallar um eigin reynslu og eldfimt málefni af áræðni og hispursleysi. Tímabær og mikilvæg bók.


Ekki láta þig vanta!

Viðburður á Facebook

Nánari upplýsingar:
Halla Þórlaug Óskarsdóttir
verkefnastjóri bókmennta

Materials